Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. nóvember 2017 12:30
Elvar Geir Magnússon
Harry Kane fyrirmynd nýjustu stjörnu þýska boltans
Jann-Fiete Arp er spennandi leikmaður.
Jann-Fiete Arp er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára Jann-Fiete Arp hefur skotist upp á stjörnuhimininn á nokkrum dögum. Arp hefur skorað í tveimur síðustu leikjum Hamborg og er orðinn yngsti markaskorari liðsins í sögu þýsku Bundesligunnar.

Þessi afar spennandi leikmaður er strax orðinn uppáhald stuðningsmanna Hamborg. Það er ekki algengt að ungir þýskir fótboltamenn eigi enska leikmenn sem fyrirmyndir en Arp er undantekningin á því.

„Það eru margir góðir sóknarmenn sem þú getur lært mikið af því að horfa á. Robert Lewandowski og Luis Suarez eru í uppáhaldi hjá mér. En ef ég ætti að nefna einn leikmann sem fyrirmynd mína þá er það Harry Kane," segir Arp.

„Hann spilar á sama hátt og ég vil spila. Hann er snöggur og líður vel með boltann og án hans. Það er erfitt að stöðva hann. Þú verður að hafa augu með honum í 90 mínútur því hann getur skorað hvenær sem er."

Það eru klárlega líkindi með Arp og Kane. Sérstaklega þegar kemur að því að klára færin og hæfileikar hans í því að vera á réttum stað á réttum tíma.

„Hann fór í gegnum öll yngri lið í sínu félagi og varð svo aðalliðsleikmaður, náði því að vera markakóngur tvisvar. Nú er hann landsliðsmaður. Þetta gerist allt á þremur árum. Kane hefur stigið öll skref sem þú dreymir um að gera sem ungur leikmaður," segir Arp.

Real Madrid, Juventus og Arsenal hafa öll fylgst lengi með Arp og hann hefði getað farið til Chelsea í sumar en hafnaði því.

„Það hefði ekki verið rétt skref fyrir 17 ára strák að fara til Chelsea. Maður hefur ekkert afrekað og er ekki með nánast enga reynslu í atvinnumannafótbolta. Það hefði verið glórulaust að flytja út og skilja allt annað eftir."

Hans helstu umhugsunarefni þetta árið eru fótboltinn, skólinn og bílprófið.
Athugasemdir
banner