Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. nóvember 2017 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku þarf ekki að dúsa í fangelsi
Lukaku hefur verið iðinn í markaskorun á tímabilinu.
Lukaku hefur verið iðinn í markaskorun á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, sóknarmaður Manchester United, þarf ekki að sitja í fangelsi í Bandaríkjunum. Hann mun þess í stað greiða sekt til lögreglunnar í Beverly Hills í Kalíforníu.

Lukaku kom sér í klandur í Bandaríkjunum í sumar, stuttu áður en hann gekk í raðir Manchester United.

Hann var í fríi í Beverly Hills og þar var hann handtekinn eftir kvartanir nágranna um hávaða.

Lögreglan var kölluð að heimili í Beverly Hills, en lögreglan fór á staðinn eftir að fimm kvartanir bárust.

Lukaku greiðir 450 dollara (rúmar 46 þúsund krónur) í sekt, en hann gæti auk þess þurft að greiða eitthvað meira og sinna samfélagsþjónustu. Hann fer að minnsta kosti ekki í steininn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner