Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. nóvember 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Margir stuðningsmenn Wales vilja alls ekki fá Giggs
Það eru skiptar skoðanir á Ryan Giggs í Wales.
Það eru skiptar skoðanir á Ryan Giggs í Wales.
Mynd: Getty Images
Skiptar skoðanir eru meðal stuðningsmanna Wales um það hvort Ryan Giggs sé rétti kosturinn sem landsliðsþjálfari.

Giggs átti stórkostlegan feril sem leikmaður Manchester United og starfaði svo sem aðstoðarstjóri félagsins.

Hann er meðal þeirra sem orðaðir eru við þjálfarastarf velska landsliðsins en margir stuðningsmenn gleyma því ekki að þegar Giggs var leikmaður þá gaf hann oft ekki kost á sér í landsleiki, hann valdi sér leiki.

„Mitt mat er að Giggs hafi snúið baki við þjóð sinni. Hann spilaði bara 64 landsleiki og lagði landsliðsskóna á hilluna sjö árum áður en hann lék sinn síðasta leik fyrir United. Ef hann hefði haldið áfram hefði hann getað hjálpað svo mörgum ungum leikmönnum að brjóta sér leið í gegn," segir Tommie Collins, stuðningsmaður Wales.

„Hann hefur ekki sýnt Wales neinn áhuga síðan hann hætti. Hann hætti að spila fyrir Wales en spilaði svo fyrir breska liðið á Ólympíuleikunum. Ég vil ekki sjá hann nálægt landsliðsþjálfarastarfinu. Hann er ekki rétti maðurinn miðað við hvernig hann hefur sjálfur komið fram við Wales."

Það er kaldhæðnislegt að ef Giggs tekur við starfinu þá verður hans fyrsta verkefni æfingamót í Kína í mars. Verkefni sem hann hefði aldrei gefið kost á sér í sjálfur þegar hann var leikmaður.

„Ofan á allt annað hefur þjálfaraferilskrá hans verið þannig að hann er enn óskrifað blað," segir Russell Todd, sparkspekingur í Wales.

Fótboltayfirvöld í Wales þurfa að vanda til verka þegar kemur að því að velja þjálfara í stað Chris Coleman sem hætti störfum til að taka við sem stjóri Sunderland. Coleman var mjög vinsæll í starfi landsliðsþjálfara.

Sjá einnig:
Bellamy og Hartson vilja ólmir taka við Wales
Athugasemdir
banner
banner