Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 21. nóvember 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Michael Oliver dæmir leik Liverpool og Chelsea
Michael Oliver dæmir á Anfield á laugardag.
Michael Oliver dæmir á Anfield á laugardag.
Mynd: Getty Images
Michael Oliver mun dæma stórleik Liverpool og Chelsea, síðdegisleikinn í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Oliver er af mörgum talinn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar en fyrr á tímabilinu gaf hann David Luiz rautt spjald fyrir hrikalega tæklingu á Sead Kolasinac í markalausu jafntefli Chelsea og Arsenal.

Oliver er 32 ára en þetta verður fyrsti leikurinn hjá Liverpool sem hann dæmir á þessu tímabili.

Hann hefur gefið 58 gul spjöld og tvö rauð í ellefu leikjum á tímabilinu.

Annars er það að frétta af dómaramálum á Englandi að enska dómarastéttin varð fyrir miklum vonbrigðum á dögunum þegar valdir voru dómarar til að starfa á HM í Rússlandi á næsta ári. Enginn enskur dómari varð fyrir valinu.
Athugasemdir
banner
banner