Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. nóvember 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Neymar er ungur og þarf að skemmta sér"
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Paris Saint-Germain, hefur komið Brasilíumanninum Neymar til varnar í enn eitt skiptið.

Neymar fór á djammið í Lundúnum eftir markalaust jafntefli Brasilíu gegn Englandi í vináttulandsleik fyrr í þessum mánuði. Myndir náðust af Neymar nokkrum klukkustundum eftir leikinn.

Neymar og nokkrir félagar hans voru úti á lífinu til klukkan 6 um morguninn. Hefur hann víða fengið gagnrýni fyrir það.

En þjálfari hans, Emery, segir hann ekki hafa gert neitt rangt.

„Þegar hann er ekki í vinnunni, í fótbolta, þá má hann njóta þess að vera með vinum sínum," sagði Emery.

„Hann stendur sig mjög vel á æfingum. Hann er ungur, svo hann þarf líka að vera með vinum sínum og skemmta sér. En hann hefur alltaf sýnt mikla ábyrð," sagði Emery enn fremur.
Athugasemdir
banner