þri 21. nóvember 2017 11:15
Magnús Már Einarsson
Oumar Niasse líklega sá fyrsti í bann fyrir leikaraskap
Oumar Niasse.
Oumar Niasse.
Mynd: Getty Images
Oumar Niasse, framherji Everton, gæti verið á leið í leikbann fyrir leikaraskap í 2-2 jafnteflinu gegn Crystal Palace um helgina.

Oumar fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik í leik liðanna en Leighton Baines skoraði úr spyrnunni.

Framherjinn henti sér auðveldlega til jarðar eftir baráttu við Scott Dann en Anthony Taylor dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu.

Oumar hefur nú verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir leikaraskap en hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að fá slíka ákæru.

Nýjar reglur varðandi leikaraskap voru teknar í gagnið fyrir tímabilið og líklegt þykir að Oumar fari í tveggja leikja bann. Hann hefur þó tíma til 18:00 í dag til að svara ákærunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner