þri 21. nóvember 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Tinna og Sæunn semja við Fylki
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir.
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir einn reyndasti leikmaður Fylkis skrifaði undir nýjan samning hjá félaginu um helgina. Á sama tíma samdi Sæunn Rós Ríkharðsdóttir til tveggja ára.

Tinna er uppalin í Fylki en hún er næst leikjahæsti leikmaður félagins. Hún hefur spilað 264 leiki í meistaraflokki. Tinna sem er fædd 1989 samdi út tímabilið 2018.

Sæunn Rós, sem er fædd 1999, skrifaði undir tveggja ára samning. Hún er uppalin í Fylki og hefur komið við sögu í fjórtán meistaraflokks leikjum fyrir félagið.

„Tinna er einn reynslumesti leikmaður Fylkis, uppalin í félaginu og er því mikil ánægja með þetta. Við erum með ungt og efnilegt lið og reynsla Tinnu skiptir okkur miklu máli í uppbyggingu liðsins. Eins erum við mjög ánægð með að Sæunn hafi skrifað undir hjá okkur, efnilegur leikmaður þar á ferð," segir Halldór Steinsson formaður meistaraflokks ráðs kvenna hjá Fylkis.

Fylkir féll úr Pepsi-deild kvenna í sumar og spilar í 1. deildinni a næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner