Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. nóvember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham gengur illa á útivöllum stórliða
Mynd: Getty Images
Uppgangur Tottenham hefur verið magnaður undir stjórn Mauricio Pochettino, sem tók við fyrir þremur árum eftir gott gengi með Southampton.

Pochettino er búinn að byggja upp frábært lið, sem er byggt á ungum Englendingum og hefur endað í öðru og þriðja sæti úrvalsdeildarinnar síðustu tvö tímabil.

Tottenham yfirspilaði Real Madrid og Borussia Dortmund í Meistaradeildinni en úrslit á útivöllum stórliða hafa ekki verið góð undir stjórn Pochettino.

Tottenham hefur aðeins unnið einn útileik gegn hinum stórliðunum fimm frá því að Argentínumaðurinn tók við. Ef skoðað er lengra aftur í sögu Spurs, þá hefur félagið aldrei unnið á Stamford Bridge frá því að Úrvalsdeildin var sett á laggirnar og aðeins unnið 6 af 101 leikjum á útivelli gegn Man Utd, Liverpool og Arsenal.

Eini útisigurinn í Úrvalsdeildinni undir stjórn Pochettino kom í febrúar 2016. Þá gerðu Harry Kane og Christian Eriksen mörkin í 2-1 sigri gegn Manchester City á Etihad leikvanginum.

Undir stjórn Pochettino hefur Spurs tapað öllum leikjum sínum á Old Trafford. Félagið hefur aðeins sótt eitt stig á Anfield og eitt á Brúnna, en fjögur stig á Etihad og þrjú úr jafnteflum á Emirates.
Athugasemdir
banner
banner