Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. nóvember 2017 17:45
Elvar Geir Magnússon
Zlatan byrjar á bekknum gegn Basel - Jones enn meiddur
Zlatan byrjar aftur á bekknum.
Zlatan byrjar aftur á bekknum.
Mynd: Getty Images
Manchester United þarf aðeins stig gegn Basel í Sviss á morgun til að innsigla sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Jose Mourinho sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Þar sagði hann að varnarmaðurinn Phil Jones yrði ekki með gegn Basel og heldur ekki í deildarleiknum gegn Brighton um komandi helgi. Jones meiddist í landsliðsverkefni. Þá eru Eric Bailly og Michael Carrick einnig meiddir og fóru ekki með til Sviss.

Zlatan Ibrahimovic kom af bekknum í sigrinum gegn Newcastle um liðna helgi en Mourinho segir að sænski sóknarmaðurinn byrji aftur á bekknum á morgun.

„Zlatan byrjar á bekknum og ef allt er eðlilegt mun hann spila. Hann þarf að spila og nýtist okkur vel. Hann er góður að halda boltanum. Ef liðið er ekki að vinna gæti innkoma ans verið mikilvæg. Hann gæti spilað 20-25 mínútur en er ekki klár í að byrja," segir Mourinho.

Mourinho var svo spurður út í stöðu Henrikh Mkhitaryan sem ekki hefur fengið margar mínútur að undanförnu.

„Það er smá pirrandi að það er alltaf spurt út í leikmenn sem eru ekki að spila eða eru ekki að sýna sínar bestu hliðar. Engar spurningar um Martial eða Chris Smalling, bara um leikmenn sem eru ekki að spila. Meðan alþjóðlegum reglum er ekki breytt get ég bara spilað á ellefu leikmönnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner