Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. desember 2014 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ítalía í dag - Sampdoria gæti komist í Meistaradeildarsæti
Emil Hallfreðsson og félgar fá Chievo í heimsókn.
Emil Hallfreðsson og félgar fá Chievo í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Það verður nóg um að vera á Ítalíu í dag en alls verða leiknir sex leikir.

Hellas Verona, lið Emils Hallfreðsonar fær Chievo Verona í heimsókn í fyrsta leik dagsins en hann hefst 11:30.

Sampdoria hafa komið mörgum á óvart í ár en þeir geta skellt sér í þriðja sæti deildarinnar með sigri á Udinese. Fiorentina getur blandað sér að alvöru í baráttu um evrópusæti með sigri á Empoli.

Inter og Lazio mætast síðan í síðasta leik dagsins í hörkuleik.

Leikir dagsins:
11:30 Hellas Verona - Chievo Verona
14:00 Atalanta - Palermo
14:00 Fiorentina - Empoli
14:00 Sampdoria - Udinese
14:00 Torino - Genoa
19:45 Inter - Lazio
Athugasemdir
banner