sun 21. desember 2014 21:30
Alexander Freyr Tamimi
Löw útilokar ekki að taka við félagsliði fljótlega
Joachim Löw.
Joachim Löw.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, útilokar ekki að taka við félagsliði á ný innan skamms.

Löw hefur stýrt landsliði Þýskalands frá árinu 2006 og gerði liðið að heimsmeisturum í Brasilíu í sumar, en eftir mótið sagðist hann ætla að halda áfram við störf út EM 2016.

Nú hefur hann þó gefið í skyn að hann gæti yfirgefið þýska landsliðið fljótlega og tekið við félagsliði, en hann hefur meðal annars stýrt Stuttgart og Fenerbahce á sínum þjálfaraferli.

,,Ég myndi ekki útiloka neitt núna," sagði Löw við Twitter.

,,Það er mjög líklegt að ég muni einn daginn þjálfa félagslið á ný. Hvers vegna ekki?"

,,Ég hef sjálfur ákveðið að hugsa bara um framtíðina á tveggja ára fresti, því ég veit að það er alltaf tekin ákvörðun eftir stórmót."

Athugasemdir
banner
banner
banner