sun 21. desember 2014 07:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Luis Enrique ángæður með Pedro og Suarez
Pedro Rodriguez.
Pedro Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona var sérlega sáttur við Pedro eftir 5-0 sigur liðsins gegn Cordoba.

Spánverjinn skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 72 sekúndur, er hann stýrði sendingu frá Ivan Rakitic í netið.

Pedro lagði síðan upp fyrsta deildarmark Luis Suarez fyrir félagið. Gerard Pique og tvenna frá Lionel Messi í síðari hálfleik tryggði Barcelona öruggan sigur.

Hinn 27 ára gamli Pedro hefur aðeins byrjað átta sinnum í deildinni á tímabilinu en hann skoraði þrennu gegn Huesca í spænska bikarnum í vikunni og hefur Luis Enrique mikið álit á kappanum.

,,Hann er frábær leikmaður," sagði Enrique.

,,Hann átti erfitt með að skora í byrjun leiktíðar, en Pedro sem við höfum núna er mjög góður."

Luis Enrique var líka ánægður að sjá Luis Suarez skora sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið.

,,Það var gott að sjá Suarez skora, sjálfstraustið verður meira og fyrsta markið er mikilvægt. Suarez gerir hins vegar meira en að skora og hjálpar liðinu mikið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner