Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 21. desember 2014 18:22
Alexander Freyr Tamimi
Martin Skrtel: Óheppnir að fá ekki þrjú stig
Skrtel fagnar jöfnunarmarki sínu.
Skrtel fagnar jöfnunarmarki sínu.
Mynd: Getty Images

,,Það var auðvitað öðruvísi að spila með þriggja manna varnarlínu. En mér fannst við spila vel og hreyfa boltann mjög vel, og við vorum óheppnir að fá ekki stigin þrjú," sagði Skrtel.

,,Þetta var svekkjandi, því við mættum fullir sjálfstrausts í leikinn eftir frábæra frammistöðu gegn Bournemouth."

Skrtel fékk gat á hausinn þegar Olivier Giroud steig á hann, en hann harkaði af sér og mætti aftur til leiks: ,,Þetta var sárt á sínum tíma, en þetta er í lagi núna. Meiðsli eru hluti af fótbolta. Það var gaman að skora, ég hef beðið lengi eftir því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner