Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. desember 2014 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Meira frá Rodgers: Vorum betri en í 5-1 sigrinum
Rogers hrósaði sínum mönnum í hástert.
Rogers hrósaði sínum mönnum í hástert.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að frammistaða liðsins í 2-2 jafnteflinu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag hafi verið betri en frammistaðan í 5-1 sigrinum gegn sama liði á síðustu leiktíð.

Liverpool slátraði Arsenal í síðustu heimsókn Lundúnaliðsins á Anfield en tókst ekki að sigra í kvöld þrátt fyrir að hafa skapað talsvert fleiri færi.

,,Það er enginn vafi á því að við áttum skilið að vinna leikinn, frammistaðan var stórkostleg. Frammistaðan var betri en þegar við unnum hér 5-1 á síðasta tímabili," sagði Rodgers.

,,Við stýrðum fyrri hálfleiknum algerlega og 1-0 hefði líklega verið sanngjarnt. En svo gáfum við þeim svekkjandi mark rétt fyrir leikhlé, og það getur verið erfitt."

,,Í seinni hálfleik héldum við áfram að pressa og skapa, og svo allt í einu gáfum við þeim mark. Skipulag okkar er ekkert vandamál, það er ákvarðanatakan sem getur verið vandamál."

,,Það má ekki taka lélegar ákvarðanir ef þú ætlar að halda hreinu. En jafnvel manni færri héldum við áfram að sækja á þá og skapa færi. Markið sem við skoruðum í lokin var það minnsta sem við áttum skilið."

Athugasemdir
banner
banner
banner