Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. desember 2014 06:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pellegrini himinlifandi með David Silva
Daid Silva skoraði tvíveigis í gær.
Daid Silva skoraði tvíveigis í gær.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, þjálfari Manchester City, var himinlifandi með frammistöðu David Silva í 3-0 sigri liðsins gegn Crystal Palace í gær.

Spánverjinn skoraði tvisvar í seinni hálfleik eftir markalausann fyrri hálfleik en City jafnaði Chelsea að stigum á toppnum með sigrinum.

Pellegrini segir að Silva gerði vel í að stíga upp þar sem Sergio Aguero er meiddur og liðið var ekki með framherja í byrjunarliðinu.

,,Við söknuðum Sergio Aguero, hann er mjög mikilvægur," sagði Sílebúinn.

,,En þetta lið er meira en bara Aguero. Silva er alveg eins, þeir eru toppleikmenn sem skipa máli."

,,Ef þeir geta ekki spilað, þá erum við með lið sem vinnur vel saman. Núna erum við án Aguero, Jovetic, Dzeko og Kompany, þá er gott að hafa leikmann eins og Silva."




Athugasemdir
banner
banner
banner