Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 21. desember 2014 17:23
Alexander Freyr Tamimi
Ronaldo: Við getum unnið Meistaradeildina aftur
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er sannfærður um að Real Madrid geti byggt á frábært ár hjá sér og unnið Meistaradeildina annað árið í röð.

Real Madrid varð heimsmeistari félagsliða í gær með 2-0 sigri gegn San Lorenzo, en þá hefur liðið einnig unnið spænska konungsbikarinn, Meistaradeildina og Ofurbikar Evrópu á þessu ári.

Ronaldo telur að Madrídingar geti svo varið Evrópumeistaratitilinn, eitthvað sem engu liði hefur tekist í afar langan tíma.

,,Ég vona að 2015 verði jafn gott og 2014 og að við getum unnið alla titla sem við unnum á þessu ári. Sérstaklega vil ég vinna Meistaradeildina aftur," sagði Ronaldo.

,,Það var sögulegt fyrir mig að vinna HM félagsliða og þetta augnablik mun eiga sérstakan stað í mínu lífi. Þetta hvetur mig enn frekar til dáða. Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér að ná þessu einstaka afreki."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner