Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. desember 2014 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Steve Bruce: Vantar sjálfstraust í liðið
Niðurlútur Steve Bruce.
Niðurlútur Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, þjálfari Hull gat ekki afsakað sig fyrir lélega frammistöðu liðsins í 1-0 tapi gegn Swansea í gær.

Swansea gerðu sjö breytingar á liði sínu frá síðasta leik er þeir töpuðu gegn Tottenham. Ki Sung-yueng kom þeim yfir eftir 14 mínútur og vildi Bruce meina að leikmenn Hull hafi brugðist sér.

,,Það eru engar afsakanir fyrir þessari frammistöðu. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik og ef eitthvað var vorum við betri. Þeir skora síðan heppnismark. Í síðari hálfleik vorum við einfaldlega ekki nógu góðir."

,,Við getum ekki komið með neinar afsakanir. Sérstaklega í seinni hálfleik, það vantaði góða leikmenn í liðið okkar, í dag vantaði of marga góða leikmenn."

,,Það má segja að það vanti sjálfstraust í liðið. Það hefur lítið gengið, því meira sem við reynum, því verra gengur. Það vantar klárlega sjálfstraust í liðið, það er mjög mikilvægt í fótbolta," sagði Bruce.
Athugasemdir
banner
banner