banner
   sun 21. desember 2014 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Þýskaland í dag - Dortmund gæti verið á botninum um jólin
Hoffenheim mætir Herthu Berlin í dag.
Hoffenheim mætir Herthu Berlin í dag.
Mynd: Getty Images
Þýski boltinn heldur áfram í dag, er tveir leikir eru á dagskrá en þetta eru síðustu leikir deildarinnar fyrir jólafrí.

Hertha Berlin fær þá Hoffenheim í heimsókn á meðan Freiburg mætir Hannover.


Hertha Berlin er á hættulegum stað í deildinni og þarf að fara að safna stigum ef ekki á illa að fara. Hoffenheim er hins vegar um miðja deild og í ágætis málum.

Freiburg eru á botni þýsku deildarinnar í dag og er eina liðið sem er með færri stig en Dortmund. Þeir geta með sigri komist upp fyrir stórliðið og væri það því ansi magnað ef Dortmund yrði í neðsta sæti er deildin væri hálfnuð.

Hannover er hins vegar í níunda sæti með 23 stig og hafa staðið sig ágætlega hingað til.

Leikir dagsins:
14:30 Hertha Berlin - Hoffenheim
16:30 Freiburg - Hannover 96


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner