Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. desember 2014 18:26
Alexander Freyr Tamimi
Wenger: Við hoppuðum einu sinni
Wenger var svekktur.
Wenger var svekktur.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var svekktur eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Wenger og hans menn voru hársbreidd frá því að landa sterkum útisigri, en Martin Skrtel jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma.

,,Þetta voru kannski sanngjörn úrslit, en við erum svekktir að hafa gefið þeim mark úr fríum skalla eftir horn," sagði Wenger eftir leikinn.

,,Þetta var hörkuleikur. Við vorum í handbremsu í fyrri hálfleik og Liverpool spilaði vel. Við töpuðum boltanum of snemma í fyrri hálfleik, og það fór í taugarnar á mér."

,,Í svona löngum uppbótartíma verður maður að lifa af tvö eða þrjú horn og aukaspyrnur. Í markinu þeirra vorum við með nóg af varnarmönnum inni á vellinum. Það var svekkjandi að sjá að við hoppuðum ekki einu sinni. Það verða allir að vera einbeittir í hornspyrnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner