Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Reading, er mættur til danska B-deildarliðsins Horsens á reynslu.
Hann mun spila með Horsens gegn OB í æfingaleik á sunnudaginn.
Kjartan Henry Finnbogason spilar með Horsens og hefur raðað inn mörkum þar en þjálfari liðsins er Bo Henriksen sem spilaði áður með Val, Fram og ÍBV.
Hann mun spila með Horsens gegn OB í æfingaleik á sunnudaginn.
Kjartan Henry Finnbogason spilar með Horsens og hefur raðað inn mörkum þar en þjálfari liðsins er Bo Henriksen sem spilaði áður með Val, Fram og ÍBV.
„Friðjónsson er miðjumaður sem spilar með varaliði Reading í Englandi. Hann er einungis 19 ára en hann er samt í U21 árs landsliðinu," sagði Bo Henriksen.
Samúel Kári mun æfa með Horsens fram á þriðjudag og eftir það kemur framhaldið í ljós.
Samúel Kári er uppalinn hjá Keflavík en hann fór til Reading árið 2013.
Athugasemdir