Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. janúar 2018 10:40
Magnús Már Einarsson
Axel Óskar meiddur - Fer ekki á lán
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson, varnarmaður Reading, meiddist á ökkla í leik með U23 ára liði félagsins um helgina.

Axel fór í myndatöku í gær þar sem í ljós kom að Axel er óbrotinn. Ökklinn fór hins vegar illa og verður Axel frá í 6-8 vikur.

Hinn 19 ára gamli Axel er nýkominn aftur til Reading eftir að hafa verið í láni hjá Torquay í desember. Hann var í leikmannahópi Reading gegn Stevenage í enska bikarnum í síðustu viku.

Félög í ensku C og D-deildinni höfðu sýnt áhuga á að fá Axel á láni núna í janúar sem og skosk félög.

Ekkert verður þó af því í bili eftir meiðsli Axels um helgina.

Axel er fastamaður í íslenska U21 árs landsliðinu en hann ætti að vera klár í slaginn fyrir vináttuleik gegn Írlandi í lok mars. U21 mætir þá líka Norður-Írlandi í undankeppni EM en Axel er í banni í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner