Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. janúar 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Berlusconi horfir ekki á AC Milan
Berlusconi er hér fyrir miðju.
Berlusconi er hér fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Silvio Berlusconi fyrrum eigandi AC Milan segist ekki horfa á leiki liðsins í dag.

„Leikstíll liðsins stríðir gegn fótbolta eins og ég vil sjá hann," segir Berlusconi.

Hann hefur gagnrýnt AC Milan oft síðan hann seldi félagið á síðustu ári og segist hafa losað sig við það því ekki hafi verið farið eftir hans hugmyndum.

„Liðið spilar ekki eins og það gerði þegar ég varð sigursælasti forseti í sögu félagsins. Það var ekki hlustað á það sem ég ráðlagði."

Stjórnarformaður AC Milan í dag er kínverski viðskiptamaðurinn Li Yonghong.

AC Milan er í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner