Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. janúar 2018 15:10
Elvar Geir Magnússon
Carroll frá í þrjá mánuði
Andy Carroll fór í aðgerð.
Andy Carroll fór í aðgerð.
Mynd: Getty Images
Andy Carroll, sóknarmaður West Ham, fór í aðgerð í dag og verður frá í þrjá mánuði.

Chelsea sýndi Carroll áhuga í glugganum en meiðslin gerðu það að verkum að það fór ekki lengra.

Telegraph segir að Carroll sé miður sín eftir að læknir úrskurðaði að hann þyfti að fara í aðgerð.

Talið er að Carroll hafi meiðst í leik gegn West Bromwich Albion þar sem hann skoraði tvívegis. Hann kom inn sem varamaður gegn Tottenham en hefur ekkert spilað síðan.

West Ham er einnig að skoða meiðsli Manuel Lanzini sem er meiddur aftan í læri. Hann gæti verið frá í tvær til fjórar vikur sem yrði mikið áfall fyrir David Moyes enda Argentínumaðurinn lykilmaður.

West Ham er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig:
Bellamy segir að Carroll hafi ekki hugarfar til að vera í Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner