Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. janúar 2018 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Carvalhal: Liverpool eins og F1 bíll í London
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal, stjóri Swansea, er himinlifandi með dýrmætan 1-0 sigur á Liverpool.

Carvalhal líkti Liverpool við Formúlu 1 bifreið á háannatíma í London og útskýrði leikskipulag Svananna í stuttu máli.

„Ég sagði við strákana að Liverpool er eins og Formúlu 1 bíll," sagði Carvalhal við Sky Sports.

„Ef þú setur F1 bíl á götur London klukkan 4 þá getur hann ekki keyrt mjög hratt. Það er nákvæmlega það sem við þurftum að gera í kvöld - Ekki leyfa þeim að spila sinn bolta og neyða þá út fyrir þægindarammann.

„Við notuðum ýmist eina eða tvær snertingar og notuðum vængina mikið til að leysa undan pressu. Við vorum heppnir að komast yfir og gerðum ótrúlega vel að halda út.

„Það er ekki auðvelt að spila við svona sterkt lið sem þarf að skora."


Swansea er sem fyrr á botni deildarinnar og Liverpool í fjórða sæti. Svanirnir eru aðeins þremur stigum frá öruggu sæti.

„Við erum byrjaðir að anda aftur. Við erum ekki útskrifaðir af spítalanum en við erum komnir af gjörgæslunni. Við getum fengið gesti til okkar!" sagði Carvalhal svo í lokin, en það er nokkuð ljóst að hann hatar ekki myndlíkingar.
Athugasemdir
banner
banner