Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 22. janúar 2018 19:16
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne framlengir við Man City til 2023
De Bruyne er líklegur til að vera valinn leikmaður ársins í ensku deildinni.
De Bruyne er líklegur til að vera valinn leikmaður ársins í ensku deildinni.
Mynd: Getty Images
Á sama tíma og Manchester United tilkynnti að félagið væri búið að fá Alexis Sanchez skrifaði belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne undir nýjan samning við nágrannana í Manchester City.

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar eru búnir að binda þennan magnaða leikmann til ársins 2023.

Að margra mati hefur De Bruyne verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Hann hefur skorað sex mörk og átt tíu stoðsendingar í deildinni.

De Bruyne var keyptur frá Wolfsburg á 55 milljónir punda í ágúst 2015.

Hann er algjör lykilmaður hjá þeim ljósbláu sem eru í baráttu um fjóra titla á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner