Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 22. janúar 2018 14:39
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry með glæsilegt mark og stoðsendingu gegn CSKA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, framherji Horsens, var í stuði í 2-2 jafntefli liðsins í æfingaleik gegn CSKA Moskvu í dag. Leikurinn fór fram á Campoamor æfingasvæðinu á Spáni.

Vetrarhlé er í gangi í dönsku og rússnesku úrvalsdeildinni og Horsens og CSKA eru bæði í æfingabúðum á Spáni.

CSKA er einnig að undirbúa sig fyrir 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar gegn Rauðu Stjörnunni.

Kjartan Henry lagði upp mark fyrir Mikkel Mena Qvist snemma leiks. Kjartan skallaði fyrirgjöf á Mikkel sem skoraði.

Kjartan kom síðan Horsens í 2-1 með frábæru skoti úr vítateignum.

Hér að neðan má sjá leikinn í heild sinni.

Markið hjá Kjartani kemur eftir rúmar 36 mínútur á myndbandinu en stoðsendingin kemur eftir fimm mínútur.


Athugasemdir
banner
banner