Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. janúar 2018 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp reiður og pirraður: Stig hefði ekki verið skárra
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp er ekki þekktur fyrir að leyna tilfinningum eða tala undir rós og var engin breyting á því eftir 1-0 tap Liverpool gegn Swansea í kvöld.

Klopp var mjög ósáttur með spilamennsku sinna manna sem komust þó nokkrum sinnum nálægt því að jafna.

„Ég er reiður og pirraður því við áttum lélegan leik. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum okkur og það kom mér verulega á óvart því það gerist svo sjaldan," sagði Klopp við myndavélar BBC að leikslokum.

„Við settum pressu á þá undir lokin en það nægði ekki til að skora. Við vorum óheppnir að jafna ekki í lokin en eitt stig hefði ekki verið skárra.

„Swansea er að berjast fyrir lífi sínu og átti hörkuleik en við áttum að gera betur. Hreyfingarnar í sóknarleiknum voru rangar og þetta er eitthvað sem má ekki gerast aftur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner