Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. janúar 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lambert ætlar ekki að leyfa Crouch að fara til Chelsea
Mynd: Getty Images
Paul Lambert, stjóri Stoke City, ætlar ekki að leyfa Peter Crouch að yfirgefa félagið í janúar þrátt fyrir áhuga frá Chelsea.

Chelsea er að leita sér að stórum og stæðilegum sóknarmanni, sem þarf helst að vera enskur til að hjálpa við að uppfylla lágmarksviðmið um fjölda Englendinga í leikmannahópnum.

„Ég ætla ekki að hleypa Crouch í burtu, ég ætla ekki að hleypa neinum frá félaginu í janúar. Við þurfum alla leikmennina í hópnum," sagði Lambert eftir sigur gegn Huddersfield um helgina.

„Ég settist niður með Crouch og spjallaði við hann um málið. Hann er ein besta manneskja sem ég hef kynnst í knattspyrnuheiminum."

Crouch verður 37 ára eftir viku og er samningsbundinn Stoke út næsta tímabil, eða þar til í júní 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner