Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. janúar 2018 18:42
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Vorum að fá einn besta sóknarleikmann heims
Mourinho er kampakátur.
Mourinho er kampakátur.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er hæstánægður eftir að United gekk frá félagaskiptum Alexis Sanchez frá Arsenal.

„Alexis er einn besti sóknarleikmaður heims og hann mun fullkomna þann hóp sem við höfum fram á við. Hann kemur með metnað, drifkraft og persónuleika. Gæði sem leikmaður Manchester United á að hafa," segir Mourinho.

„Þetta er leikmaður sem styrkir liðið."

Sanchez verður löglegur með Manchester United í Meistaradeildinni þar sem liðið mun mæta Sevilla í 16-liða úrslitum, þar sem hann hefur aðeins leikið með Arsenal í Evrópudeildinni. Hans fyrsti leikur fyrir United gæti komið á föstudag gegn Yeovil í bikarnum.

Henrikh Mkhitaryan fer öfuga leið og gengur í raðir Arsenal frá United.

„Ég óska Henrikh velfarnaðar og gæfu. Ég er viss um að hann mun standa sig vel. Hann er leikmaður sem við munum ekki gleyma. Sérstaklega ekki framlagi hans í okkar sigri í Evrópudeildinni," segir Mourinho.


Athugasemdir
banner
banner
banner