Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. janúar 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Markvörður skoraði frá eigin vallarhelming
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lugo mætti Sporting Gijon í spænsku B-deildinni um helgina og var staðan 2-1 fyrir Lugo þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Heimamenn í Lugo reyndu að auka forystuna undir lokin og fengu aukaspyrnu við hornfánann sem gestirnir náðu að hreinsa í burtu.

Knötturinn rúllaði vel yfir miðju og var Juan Carlos, markvörður Lugo, mættur til að taka á móti honum.

Sóknarmaður Gijon setti Juan Carlos undir pressu svo hann tók enga snertingu, heldur skaut knettinum viðstöðulaust upp völlinn.

Diego Marino, markvörður Gijon, var nokkuð snöggur að bakka á marklínuna en það nægði ekki því hann náði ekki til knattarins. Juan Carlos innsiglaði þannig sigur Lugo, sem er í harðri umspilsbaráttu við Diego Jóhannesson og félaga í Real Oviedo.




Athugasemdir
banner
banner