Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 22. janúar 2018 20:00
Elvar Geir Magnússon
Myndbandsdómgæsla á HM
Myndbandsdómgæslan notuð.
Myndbandsdómgæslan notuð.
Mynd: Getty Images
Myndbandsdómgæsla verður notuð á HM í Rússlandi í sumar og FIFA er farið að ræða við styrktaraðila varðandi þau mál.

Fulltrúi FIFA hefur staðfest þetta.

Marklínutækni var notuð á HM 2014 en myndbandstæknin er þegar komin í notkun í efstu deildum Þýskalands og Ítalíu. Þá hefur hún verið prófuð í völdum leikjum í enska boltanum.

Dómarinn getur þá stuðst við myndbandsupptöku þegar augljós mistök hafa verið gerð sem varða mörk, vítadóma og rauð spjöld.

Eins og allir vita verður Ísland með á HM í sumar og er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner