Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. janúar 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Norrköping hafnar öðru tilboði frá Belgíu í Jón Guðna
Jón Guðni í landsleik gegn Katar í nóvember síðastliðnum.
Jón Guðni í landsleik gegn Katar í nóvember síðastliðnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Norrköping hefur hafnað öðru tilboði frá belgíska félaginu Zulte Waregem í varnarmanninn Jón Guðna Fjóluson. SportExpressen greinir frá þessu í dag.

Í síðustu viku hafnaði Norrköping tilboði frá Zulte Waregem í Jón Guðna.

Zulte Waregem, sem er í 14. sæti af 16 liðum í Belgíu, kom með nýtt tilboð um helgina upp á fimm milljónir sænskar krónur (64 milljónir íslenskar).

Norrköping ákvað að hafna því tilboði einnig en félagið hefur engan áhuga á að selja Jón Guðna.

Hinn 28 ára gamli Jón Guðni verður samningslaus eftir tímabilið og í sumar má hann hefja viðræður við önnur félög.

Norrköping vill hins vegar ekki selja hann núna þar sem félagið stefnir á að blanda sér í baráttu um sænska meistaratitilinn í ár.
Athugasemdir
banner
banner