Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 22. janúar 2018 23:00
Elvar Geir Magnússon
Robinho semur við tyrkneskt félag þrátt fyrir fangelsisdóm
Robinho.
Robinho.
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarleikmaðurinn Robinho er að semja við Sivasspor í Tyklandi þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í fangelsi í Ítalíu fyrir nauðgun.

Robinho er 33 ára og heldur fram sakleysi sínu en var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í hópnauðgun á kvenmanni í Mílanó árið 2013 og fékk níu ára fangelsisdóm í nóvember.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester City, Real Madrid og AC Milan er á frjálsri sölu eftir að hann yfirgaf Atletico Mineiro í janúar.

Sivasspor segir að Robinho muni skrifa undir samning á morgun.

Hann getur skrifað undir við nýtt félag þrátt fyrir fangelsisdóminn þar sem áfrýjun hans er að fara í gegnum ítalska lagakerfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner