Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Valverde: Messi var með sýningu
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var ánægður með 5-0 sigur sinna manna gegn Real Betis í gær.

Börsungar eru með ellefu stiga forystu á Atletico Madrid. Helsti keppinautur Barca gegnum árin, Real Madrid, er í fjórða sæti, nítján stigum eftirá.

„Þetta var fullkomin frammistaða gegn erfiðum andstæðingum. Við þurftum virkilega að hafa fyrir því að komast yfir og þá opnuðust flóðgáttirnar," sagði Valverde.

„Okkur finnst deildin ekki vera óspennandi þrátt fyrir forystuna. Markmiðið okkar er að vinna deildina eins snemma og við getum, það eru 18 leikir eftir.

„Gott gengi í deildinni án þess að vera undir neinni pressu segir mikið til um gæði liðsins."


Valverde var sérstaklega ánægður með frammistöðu Lionel Messi í gær, en hann skoraði tvö og lagði upp. Þá sagðist hann ekkert vita um framtíð Gerard Deulofeu, sem er ekki í áformum Barca þrátt fyrir að hafa verið keyptur síðasta sumar.

„Messi var með sýningu hérna, ég vona að allir áhorfendur hafi notið hennar, hvaða lið sem þeir styðja. Messi er besti knattspyrnumaður sem ég hef nokkurn tímann séð snerta bolta."
Athugasemdir
banner
banner