Breiðablik 1 - 1 BÍ/Bolungarvík:
1-0 Árni Vilhjálmsson ('20)
1-1 Björgvin Stefánsson ('65)
Breiðablik og BÍ/Bolungarvík gerðu 1-1 jafntefli í 1. riðli Lengjubikars karla en leiknum var að ljúka í Kórnum.
1-0 Árni Vilhjálmsson ('20)
1-1 Björgvin Stefánsson ('65)
Breiðablik og BÍ/Bolungarvík gerðu 1-1 jafntefli í 1. riðli Lengjubikars karla en leiknum var að ljúka í Kórnum.
Árni Vilhjálmsson kom Breiðabliki yfir á 20. mínútu leiksins eftir hraða sókn og meira var ekki skorað í fyrri hálfleiknum.
Björgvin Stefánsson jafnaði metin á 65. mínútu eftir góðan undirbúning Aaron Spear sem sendi á hann. Meira var ekki skorað og þetta urðu lokatölur, 1-1.
Þetta var annar leikur beggja liða. Breiðablik fer á toppinn með stiginu, komnir í fjögur stig eftir að hafa unnið Grindavík í fyrsta leik á þriðjudaginn. BÍ/Bolungarvík var að ná í sitt fyrsta stig eftir tap gegn ÍA í fyrsta leik.
Breiðablik: Gunnleifur Gunnleifsson, Gísli Páll Helgason, Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason, Jordan Halsman, Finnur Orri Margeirsson, GUðjón Pétur Lýðsson, Gísli Eyjólfsson, Ellert Hreinsson, Árni Vilhjálmsson, Elfar Árni Aðalsteinsson.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson (m), Olgeir Sigurgeirsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Davíð Kristján Ólafsson, Stefán Þór Pálsson, Guðmundur Friðriksson, Tómas Óli Garðarsson.
BÍ/Bolungarvík: Magnús Þór Gunnarson, Loic Ondo, Kári Ársælsson, Sigurgeir Sveinn Gíslason, Nigel Quashie, Björgvin Stefánsson, Aaron Spear, Nikulás Jónsson, Ólafur Atli Einarsson, Matthías Kroknes Jóhannsson, David Sinclair.
Varamenn: Daði Freyr Arnarsson (m), Andri Rúnar Bjarnason, Friðrik Þórir Hjaltason, Hjalti Hermann Gíslason.
Athugasemdir