banner
   sun 22. febrúar 2015 20:54
Alexander Freyr Tamimi
Henry og Carragher hrósa Ibe í hástert
Ibe var duglegur í dag.
Ibe var duglegur í dag.
Mynd: Getty Images
Þeir Jamie Carragher og Thierry Henry hrósuðu báðir Jordon Ibe í hástert eftir 2-0 sigur Liverpool gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ibe hefur komið magnaður inn í lið Liverpool eftir að hafa verið kallaður til baka frá Derby í janúar, en þar var hann á láni.

Þessi 19 ára gamli leikmaður hefur fest sig í sessi í byrjunarliði Liverpool eftir endurkomuna og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

,,Þetta var ótrúleg frammistaða," sagði Henry við Super Sunday.

,,Hann var ekki mikið að taka skærin og klobba, en hann sýndi mikinn þroska í leiknum og það er magnað hversu góðan leikskilning hann hefur."

,,Hann kom öflugur til baka og sýndi að hann getur aðstoðað þrjá öftustu mennina og miðjumennina. Hann gafst aldrei upp, hann lagði hart að sér fyrir liðsfélaga sína, og þannig öðlast maður virðingu þeirra. Þess vegna spilar hann fyrir Liverpool."


Carragher var einnig mjög ánægður með hinn unga Ibe:

,,Það er frábært að sjá hversu mikinn leikskilning hann hefur á þessum aldri. Leikmennirnir sem Liverpool hafa fengið eru að sýna góða hluti en það er líka mjög mikilvægt að akademían sé að skila góðum leikmönnum. Liverpool virðist hafa fengið annan slíkan í Ibe."

Athugasemdir
banner
banner
banner