Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   mán 22. febrúar 2016 14:51
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur - Andrea, Hrafnhildur og Málfríður með
Kvenaboltinn
Andrea Rán Hauksdóttir.
Andrea Rán Hauksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málfríður Erna Sigurðardóttir.
Málfríður Erna Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem fer á æfingamót í Algarveg í Portúgal í byrjun næsta mánaðar.

Ísland mætir Belgíu, Danmörku og Kanada í riðlakeppni mótsins áður en leikið er um sæti.

„Það var mjög erfitt að velja hópinn í þetta skipti," sagði Freyr á fréttamannafundi í dag.

Hrafnhildur Hauksdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir eru báðar í hópnum en þær spiluðu sinn fyrsta landsleik gegn Póllandi á dögunum.

Reynsuluboltinn Málfríður Erna Sigurðardóttir er einnig í hópnum en hún spilaði líka gegn Póllandi. Málfríður hafði þar áður ekki leikið með landsliðinu síðan árið 2011.

Rakel Hönnudóttir er ekki í hópnum en hún er að glíma við meiðsli. Guðmunda Brynja Óladóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hafa verið í hópnum að undanförnu en þær eru ekki valdar að þessu sinni.

Markmenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (Örebro)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik)

Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Sara Björk Gunnarsdóttir (FC Rosengard)
Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðablik)
Katrín Ómarsdóttir (Doncaster)
Sandra María Jessen (Leverkusen)
Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stabæk)
Elín Metta Jensen (Valur)

Sóknarmenn:
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Hólmfríður Magnúsdóttir (Avaldsnes)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Fylkir)
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner