banner
   mið 22. febrúar 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
30 dagar í landsleik - Misjöfn staða landsliðsmanna
Byrjunarlið Íslands í síðasta heimaleik.
Byrjunarlið Íslands í síðasta heimaleik.
Mynd: Guðmundur Karl
Ragnar hefur átt í erfiðleikum hjá Fulham.
Ragnar hefur átt í erfiðleikum hjá Fulham.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gylfi hefur verið stórkostlegur með Swansea.
Gylfi hefur verið stórkostlegur með Swansea.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Berg er í kapphlaupi við tímann.
Jói Berg er í kapphlaupi við tímann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil spilar í ítölsku A-deildinni í hverri viku.
Emil spilar í ítölsku A-deildinni í hverri viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvissa með Alfreð.
Óvissa með Alfreð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin hefur verið úti í kuldanum hjá Bristol.
Hörður Björgvin hefur verið úti í kuldanum hjá Bristol.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Viðar raðar inn mörkum í Ísrael.
Viðar raðar inn mörkum í Ísrael.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næsti leikur íslenska landsliðsins í undankeppni HM verður mikilvægur útileikur gegn Kosóvó sem spilaður verður í Albaníu þann 24. mars. Leikur sem verður að vinnast.

Óhætt er að segja að staða landsliðsmanna í aðdraganda leiksins sé rosalega misjöfn. Ýmsir lykilmenn hafa verið að glíma við meiðsli eða verið úti í kuldanum.

Af þeim sem voru í byrjunarliðinu á EM hafa miðjumennirnir Gylfi og Aron verið á mesta fluginu. Sóknarlínan er spurningamerki og Jóhann Berg og Alfreð eru í kapphlaupi við tímann til að vera klárir í verkefnið.

Fótbolti.net tók metur hér stöðu mála hjá landsliðsmönnum Íslands en ljóst er að Heimir Hallgrímsson og hans aðstoðarmenn hafa að ýmsu að huga.

Byrjunarliðið á EM:

Hannes Þór Halldórsson – Randers, Danmörku
Ein umferð er búin af dönsku deildinni eftir vetrarfrí. Hannes er aðalmarkvörður Randers sem situr í fimmta sæti en tapaði 3-0 fyrir OB í vikunni.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Birkir Már Sævarsson – Hammarby, Svíþjóð
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst 1. apríl. Bikarkeppnin þar í landi er þó hafin og lék Birkir í 90 mínútur í vikunni.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Ragnar Sigurðsson – Fulham, Englandi
Hefur átt erfitt uppdráttar hjá Fulham og hefur verið að sveiflast milli þess að vera í byrjunarliðinu, á bekknum eða utan hóps. Sjálfstraustið ekki í hæstu hæðum en Raggi spilar alltaf vel fyrir Ísland.
Staða í dag Verður líklega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Kári Árnason – Omonia, Kýpur
Hefur verið að glíma við meiðsli. Brákaði rifbein fyrr í þessum mánuði og sagði við vefsíðu Morgunblaðsins vonast til að vera ekki lengi frá. Hefur þó misst af síðustu þremur leikjum Omonia.
Staða í dag Verður líklega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Ari Freyr Skúlason – Lokeren, Belgíu
Ari var á meiðslalistanum í byrjun árs en er kominn aftur í slaginn og byrjaði síðasta leik hjá Lokeren, í 3-0 tapi gegn Mechelen.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Birkir Bjarnason – Aston Villa, Englandi
Hefur ekki átt óskabyrjun í Birmingham en Aston Villa hefur tapað öllum fimm leikjum sínum síðan hann kom til félagsins. Hefur ekki fundið sig frekar en samherjar hans en hefur alltaf verið meðal fyrstu nafna á blað hjá landsliðinu.
Staða í dag Verður líklega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Aron Einar Gunnarsson – Cardiff, Englandi
Besti leikmaður Cardiff á tímabilinu og spilar alla leiki í byrjunarliði.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Gylfi Þór Sigurðsson – Swansea, Englandi
Hefur borið Swansea á herðunum í ensku úrvalsdeildinni og skorað hátt í tölfræðiþáttum. Besti og heitasti leikmaður Íslands.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley, Englandi
Meiddist í síðasta leik Burnley. Rifa er í liðbandi í hnénu og hann verður frá næstu vikurnar. Hann vonast til að snúa aftur 18. mars, sex dögum áður en Ísland mætir Kosóvó
Staða í dag Mjög tæpur fyrir leikinn gegn Kosóvó

Jón Daði Böðvarsson – Wolves, Englandi
Spilar reglulega með Wolves. Hefur þurft að sætta sig við að vera á bekknum í einhverjum leikjum en hefur byrjað að undanförnu. Vinnusemina og dugnaðinn vantar ekki en hann hefur þó ekki skorað fyrir Úlfana síðan í ágúst.
Staða í dag Verður í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Kolbeinn Sigþórsson – Nantes, Frakklandi
Er að glíma við alvarleg meiðsli á hné og óvíst hvenær hann snýr aftur. Hefur sagt óttast að ferillinn sé í hættu en vonast til að geta tekið þátt í lok undankeppninnar.
Staða í dag Verður pottþétt ekki með gegn Kosóvó

Aðrir sem spiluðu á EM:

Arnór Ingvi Traustason – Rapid Vín, Austurríki
Hefu ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann var keyptur til Vínar. Hefur ekki átt fast sæti í liðinu og meiðsli spilað inn í. Byrjaði síðasta leik.
Staða í dag Mögulega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Eiður Smári Guðjohnsen – Án félags
Ekkert varð að því að Eiður færi í indversku Ofurdeildina vegna meiðsla. Eiður, sem er 38 ára, er félagslaus og lítið heyrst af hans málum.
Staða í dag Verður pottþétt ekki með gegn Kosóvó

Emil Hallfreðsson – Udinese, Ítalíu
Byrjar á miðjunni í öllum leikjum Udinese í hinni sterku ítölsku A-deild. Liðið er í þrettánda sæti deildarinnar.
Staða í dag Mögulega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Sverrir Ingi Ingason – Granada, Spáni
Hefur komið sterkur inn í lið Granada í La Liga. Byrjað alla leiki og tekið þátt í batnandi gengi liðsins sem berst fyrir lífi sínu
Staða í dag Gerir sterkt tilkall í byrjunarliðið gegn Kosóvó

Theodór Elmar Bjarnason – AGF, Danmörku
Var ónotaður varamaður í fyrsta leik AGF eftir vetrarfrí. Hefur verið mikilvægur hlekkur í leikmannahópi Íslands. Tekur út leikbann gegn Kosóvó.
Staða í dag Ekki með gegn Kosóvó vegna leikbanns

Alfreð Finnbogason - Augsburg, Þýskalandi
Alfreð skoraði í öllum fyrstu þremur leikjum Íslands í undankeppni HM. Hefur ekki spilað síðan í september vegna nárameiðsla en vonast til að snúa aftur á keppnisvöllinn eftir þrjár vikur.
Staða í dag Mjög tæpur fyrir leikinn gegn Kosóvó

Aðrir í EM-hópnum:

Ingvar Jónsson – Sandefjord, Noregi
Sandefjord komst í fyrra upp í efstu deild en keppni þar hefst 1. apríl.
Staða í dag Verður í hópnum gegn Kosóvó

Ögmundur Kristinsson – Hammarby, Svíþjóð
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst 1. apríl. Bikarkeppnin þar í landi er þó hafin og lék Ögmundur í 90 mínútur í vikunni.
Staða í dag Verður í hópnum gegn Kosóvó

Hjörtur Hermannsson – Bröndby, Danmörku
Hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan eftir EM. Er byrjunarliðsmaður í hjarta varnarinnar hjá Bröndby og stóð sig vel í markalausu jafntefli gegn FC Kaupmannahöfn í fyrsta leik eftir vetrarfrí.
Staða í dag Mögulega í hópnum gegn Kosóvó

Hörður Björgvin Magnússon – Bristol City, Englandi
Spilaði mikið framan af tímabili en hefur verið úti í kuldanum undanfarnar vikur og oft skilinn eftir utan hóps.
Staða í dag Líklega í hópnum gegn Kosóvó

Haukur Heiðar Hauksson – AIK, Svíþjóð
Fór í aðgerð seint á síðasta ári og hefur ekki verið í hópnum síðan í október.
Staða í dag Mögulega í hópnum gegn Kosóvó

Rúnar Már Sigurjónsson – Grasshopper, Sviss
Í byrjunarliði Grasshopper sem situr í sjötta sæti svissnesku deildarinnar.
Staða í dag Verður í hópnum gegn Kosóvó

Aðrir sem hafa verið í síðustu hópum í undankeppni HM:

Hólmar Örn Eyjólfsson – Maccabi Haifa, Ísrael
Byrjunarliðsmaður hjá Maccabi Haifa sem situr í sjötta sæti í Ísrael.
Staða í dag Verður í hópnum gegn Kosóvó

Ólafur Ingi Skúlason – Karabukspor, Tyrklandi
Var á bekknum í síðasta leik í Tyrklandi en byrjaði leikinn þar á undan. Lið hans situr í tíunda sæti tyrknesku deildarinnar.
Staða í dag Mögulega í hópnum gegn Kosóvó

Viðar Örn Kjartansson – Maccabi Tel Aviv, Ísrael
Markahæstur í Ísrael. Meðan Alfreð og Kolbeinn eru meiddir er hann klárlega okkar fremsti markaskorari.
Staða í dag Gerir sterkt tilkall í byrjunarliðið gegn Kosóvó

Björn Bergmann Sigurðarson – Molde, Noregi
Norska deildin fer af stað 1. apríl. Meiðsli eru í sóknarlínu Íslands og mögulegt að Björn fái tækifærið.
Staða í dag Mögulega í byrjunarliðinu gegn Kosóvó

Elías Már Ómarsson – Gautaborg, Svíþjóð
Skoraði í bikarleik í Svíþjóð í vikunni en deildin er ekki farin af stað. Var í hópnum í síðasta leik í undankeppni HM.
Staða í dag Mögulega í hópnum gegn Kosóvó

Aðrir mögulegir:

Diego Jóhannesson – Real Oviedo, Spáni
Hefur verið í hægri bakverði Oviedo í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins.
Staða í dag Gæti komið til greina í hópinn gegn Kosóvó

Rúrik Gíslason – Nurnberg, Þýskalandi
Hefur verið úti í kuldanum á þessu tímabili en fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Nurnberg í þýsku B-deildinni í síðustu umferð.
Staða í dag Gæti komið til greina í hópinn gegn Kosóvó

Aron Sigurðarson – Tromsö, Noregi
Tvö mörk í fjórum vináttulandsleikjum. Heimir gæti hugsað til hans í ljósi þess að Jóhann Berg er meiddur.
Staða í dag Gæti komið til greina í hópinn gegn Kosóvó
Sjónvarpið: Staða íslenskra landsliðsmanna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner