Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. febrúar 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
„City getur ekki verið án Aguero"
City blómstraði í gær.
City blómstraði í gær.
Mynd: Getty Images
Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC, segir að 5-3 sigur Manchester City gegn Mónakó í gær hafi sýnt það að City getur ekki verið án argentínska sóknarmannsins Sergio Aguero.

Aguero átti frábæran leik, skoraði tvívegis og lagði líka upp.

„Leroy Sane var maður leiksins í einum skemmtilegasta leik sem sést hefur á Etihad. En það var Sergio Aguero sem átti lokabitið. Framtíð hans hefur verið til umræðu undanfarnar vikur. Mögnuð innkoma Gabriel Jesus í enska boltanum gerði það að verkum að Aguero var settur á bekkinn í þremur úrvalsdeildarleikjum," segir McNulty.

„Það sýndi sig á þessu kvöldi að þeir sem hafa haldið því fram að City væri betur statt án Aguero hafa bullað. Jesus er bara 19 ára og á bjarta framtíð en Aguero er á hátindinum. Hann þarf ekkert að sanna. Markahlutfall hans talar fyrir sig sjálft."

„Varnarmenn óttast hann alltaf og það er í leikjum sem þessum sem hann nýtur sín best. Með hina ungu og spræku Sane og Raheem Sterling með sér var hann leiðtoginn," segir McNulty.

Aguero hefur skorað 91 mark á Etihad leikvanginum í 116 leikjum. Hann er með 64 mörk í 116 útileikjum.

„Stjórinn kyssti Aguero á ennið eftir leikinn og það ætti að loka vangaveltum um að hann gæti farið. Hversu mikið myndi það líka kosta að kaupa mann til að fylla skarð Aguero? Miklu meira en þær 38 milljónir punda sem borgað var fyrir hann frá Atletico Madrid í júlí 2011."
Athugasemdir
banner
banner