Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. febrúar 2017 18:50
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Bailly sá rautt þegar United flaug áfram
Krasnodar og Schalke komust einnig í 16-liða úrslit
Bailly í bann.
Bailly í bann.
Mynd: Getty Images
Manchester United, Krasnodar frá Rússlandi og þýska liðið Schalke verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Þessi þrjú lið voru að klára sín einvígi í 32-liða úrslitum rétt í þessu.

Manchester United fór til Frakklands og mætti Saint-Etienne. Formsatriði fyrir United að klára dæmið eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum.

Jose Mourinho tefldi fram öflugu liði og Henrikh Mkhitaryan skoraði eina mark leiksins eftir 17 mínútna leik eftir frábæran undirbúning og fyrirgjöf Juan Mata.

Mkhitaryan þurfti að yfirgefa völlinn nokkrum mínútum síðar en hann hélt aftan í lærið á sér þegar hann gekk af velli.

Á 60. mínútu fékk varnarmaðurinn Eric Bailly að líta gula spjaldið. Þremur mínútum síðar fékk hann sitt annað gula spjald, þar með rautt og fór í sturtu. Bailly verður í leikbanni í fyrri leik United í 16-liða úrslitum.

Saint-Etienne 0 - 1 Manchester Utd (Samtals: 0-4)
0-1 Henrikh Mkhitaryan ('17 )
Rautt spjald: Eric Bailly, Manchester Utd ('63)

Fenerbahce 1 - 1 FK Krasnodar (Samtals: 1-2)
0-1 Fedor Smolov ('7 )
1-1 Souza ('41 )

Schalke 1 - 1 PAOK (Samtals 4-1)
1-0 Alessandro Schopf ('23 )
1-1 Matija Nastasic ('25 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner