Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. febrúar 2017 05:55
Þorsteinn Haukur Harðarson
Evrópudeildin í dag - Formsatriði fyrir Man Utd
Paul Pogba heimsækir bróður sinn í kvöld.
Paul Pogba heimsækir bróður sinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fara fram í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Um er að ræða seinni leiki liðanna.

Fenerbache frá Tyrklandi fær rússneska liðið Krasnodar í heimsókn. Síðarnefnda liðið vann 1-0 sigur í fyrri leiknum og því pressan mikil á Fenerbache í kvöld.

Pogba bræðurnir mætast síðan þegar Saint-Etienne fær Manchester United í heimsókn. Man. Utd vann fyrri leikinn 3-0 og er í góðum málum fyrir seinni leikinn.

Wayne Rooney hefur átt við meiðsli að stríða og er ekki með United. Ander Herrera tekur út leikbann og þá eru Luke Shaw, Matteo Darmian og Phil Jones einnig fjarverandi.

Þá mætast Schalke 04 frá Þýskalandi og PAOK Thessaloniki frá Grikklandi en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri þýska liðsins

Leikir dagsins:
17:00 Fenerbache - Krasnodar (0-1)
17:00 Saint-Etienne - Manchester United (0-3) - Stöð 2 Sport
17:00 Schalke - PAOK Thessaloniki (3-0)
Athugasemdir
banner
banner
banner