Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. febrúar 2017 08:30
Þorsteinn Haukur Harðarson
Falcao allt annar maður með Monaco
Falcao fagnar marki í gær.
Falcao fagnar marki í gær.
Mynd: Getty Images
Hinn 31 árs gamli Radamel Falcao minnti áhugamenn um enska knattspyrnu rækilega á sig þegar hann skoraði tvö mörk í 5-3 tapi gegn Manchester City í gær.

Eftir tvö misheppnuð ár á Englandi er allt annað að sjá til leikmannsins.

Eftir að Falcao kom aftur til Monaco hefur leikmaðurinn sýnt gamalkunna takta og virðist vera að nálgast sitt besta form. Eftir mörkin tvö í tapinu gegn Manchester City í gær hefur hann nú skoraði 21 mark í 26 leikjum fyrir félagið í vetur.

Til samanburðar skoraði hann einungis eitt mark í 12 leikjum fyrir Chelsea á seinasta tímabili og tímabilið þar á undan skoraði hann fjögur mörk fyrir Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner