banner
   mið 22. febrúar 2017 07:00
Magnús Már Einarsson
Fjáröflun.is slær í gegn á meðal íþróttafélaga
Mynd: Fjároflun.is
Hjörvar Hermannsson framkvæmdastjóri Fjáröflun.is.
Hjörvar Hermannsson framkvæmdastjóri Fjáröflun.is.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fjáröflun.is er nýr vettvangur sem auðveldar ferlið fyrir þá sem koma að fjáröflunum fyrir tómstunda- og íþróttafélög.

Markmið síðunar er að færa fjáröflunar ferlið í rafrænt umhverfi og auðvelda öllum að taka þátt í fjáröflunum.

Fjársöfnun á vefsíðunni Fjáröflun.is fer þannig fram að tengiliður söfnunar byrjar á því að stofna nýja fjársöfnun á heimasíðunni. Við stofnun fjársöfnunar fær tengiliður aðgang að sérstakri söfnunarsíðu.

Á söfnunanarsíðu fær einstaklingur aðgang að vörum til að selja í fjáröflunarskyni. Söfnunarsíðan er þannig einstaklingsbundin netverslun eða vettvangur fyrir tengilið til að koma vörum á framfæri við vini og vandamenn í fjáröflunarskyni.

Tengiliður söfnunar getur svo bætt einstaklingum í söfnun með því að slá inn nafn og netfang og fær viðkomandi tölvupóst með boð í söfnun og slóð á sína sölusíðu.

Hjörvar Hermannsson, fyrrum knattspyrnumaður er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Fjáröflun.is segir að mikill ánægja sé með þjónustuna og hún fari vel af stað.

„Fjáröflunar kúltúr er sterkur hér á landi og með okkar þjónustu erum við að einfalda ferlið til muna og helsti kosturinn er að einstaklingur sem stendur í söfnun þurfi ekki að leggja út fyrir vörum heldur fari allar greiðslur fram á sölusíðu hans. Einstaklingar í söfnun nýti sér svo samfélagsmiðla til að dreifa sölusíðu sinni í gegnum tengslanet sitt,” segir Hjörvar.

Mörg íþróttafélög eru byrjuð að nýta sér þjónustuna og má meðal annars nefna Þrótt, Leikni og Gróttu.

Fleiri félög hafa sett sig í samband en þjónustan er kostnaðarlaus fyrir stofnendur og þáttakendur söfnunar og án fjárhagslegrar skuldbindinga að þeirra hálfu.

Áhugasamir um þjónustu Fjáröflun.is geta horft á kynningarmyndbandið hér að neðanverðu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner