mið 22. febrúar 2017 21:52
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Fótbolta.net mótið C-deild: Kári meistari
Kári er Fótbolta.net meistari!  Hér er liðið eftir leikinn í kvöld.
Kári er Fótbolta.net meistari! Hér er liðið eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Kári 4 - 1 Víðir
1-0 Kristófer Daði Garðarsson ('4)
1-1 Jón Gunnar Sæmundsson ('16)
2-1 Jón Tómas Rúnarsson sjálfsmark ('24)
3-1 Helgi Jónsson ('39)
4-1 Stefán Teitur Þórðarsson ('47)
Rautt spjald:Andri Þór Unnarsson, Víðir ('38)
Markaskorarar fengnir af urslit.net

Úrslitaleikur C-deildar Fótbolta.net mótsins fór fram í kvöld en það voru Kári og Víðir sem mættust í Akraneshöllinni.

Kári byrjaði betur og komust yfir strax á 4. mínútu þegar Kristófer Daði Garðarsson skoraði.

Jón Gunnar Sæmundsson jafnaði fyrir Víðismenn á 16. mínútu en svo skoraði Jón Tómas Rúnarsson sjálfsmark á 24. mínútu og kom Kára yfir.

Á 38. mínútu fékk Andri Þór Unnarsson sitt annað gula spjald, og þar með rautt þegar hann braut af sér fyrir utan teig. Kári skoraði úr aukaspyrnunni en það var Helgi Jónsson sem klippti boltann inn í markið eftir aukaspyrnuna.

Í upphafi seinni hálfleiks kom Stefán Teitur Þórðarsson, Kára í 4-1 og urðu það lokatölur leiksins.

Kári sigrar því C-deild Fótbolta.net mótsins en þetta er í annað skiptið sem félagið sigrar mótið. Það gerðu þeir árið 2015 og þá töpuðu þeir í úrslitaleik í fyrra.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner