Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2017 19:10
Elvar Geir Magnússon
Hörður á bekknum - Raggi Sig ekki í hóp
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er kominn aftur í leikmannahóp Bristol City en hann hefur verið skilinn eftir utan hóps í síðustu leikjum liðsins.

Hörður er meðal varamanna í heimaleik gegn Fulham í Championship-deildinni sem hefst klukkan 20.

Það gleður stuðningsmenn Bristol að Hörður sé í hópnum en þeir hafa sýnt honum mikinn stuðning á samskiptamiðlum.

Hjá Fulham er Ragnar Sigurðsson utan hóps.

Ragnar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá stjóra Fulham, Slavisa Jokanovic, en í dag var greint frá því að stjórinn væri að fara að skrifa undir nýjan samning við félagið til 2019.

Bristol er aðeins tveimur stigum frá fallsæti en Fulham er í áttunda sæti, níu stigum frá umspilssætunum.

Sjá einnig:
Hörður Björgvin hefur fundað með stjóranum
Raggi Sig: Bara sjálfum mér að kenna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner