Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 22. febrúar 2017 18:10
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
John Terry vildi splúnkuný hnífapör á hverjum degi
,,Aðalmaðurinn
,,Aðalmaðurinn"
Mynd: Getty Images
Miðjumaður írska liðsins Dundalk og fyrrum leikmaður Chelsea, Conor Clifford tjáði sig um tíma sína hjá Chelsea í viðtali nýlega. John Terry kemur við sögu í viðtalinu þar sem meðal annars er komið inn á hvað hann fékk mikla virðingu hjá Chelsea á þeim tíma sem Clifford var þar.

„John Terry var aðalmaðurinn þarna, hann var kóngurinn á Stamford Bridge," sagði Clifford.

„Þegar við vorum í hádegismat vildi hann að við myndum rétta honum splúknuný hnífapör á hverjum degi."

„Þegar Ancelotti var hjá Chelsea æfði ég með aðalliðinu á hverjum degi, með Terry, Lampard og öllum hinum. Þetta var frábær reynsla sem ég fékk þarna," sagði Clifford að lokum.

Clifford lék aldrei leik fyrir aðalliðið og eyddi mesta tíma sínum hjá Chelsea á láni.


Athugasemdir
banner
banner
banner