Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 22. febrúar 2017 19:21
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Kári Árna: Klárt að ég mun ná landsleikjunum
Kári verður með gegn Kosóvó.
Kári verður með gegn Kosóvó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, tekur burtu allan vafa um að hann muni ná komandi landsleikjum í samtali við vefsíðuna 433.is.

„Ég mun vonandi spila eftir tvær vikur, ég mun að minnsta kosti ná landsleikjunum. Það er klárt," segir Kári sem hefur misst af þremur síðustu leikjum liðs síns, Omonia Nicosia á Kýpur.

Kári gekk óvænt í raðir Omonia frá sænsku meisturunum í Malmö í janúar en hefur misst af síðustu leikjum vegna brákaðs rifbeins. Hann mun væntanlega hefja æfingar að nýju í næstu viku.

Ísland mætir Kosóvó í Albaníu þann 24. mars og leikur svo vináttulandsleik gegn Írlandi í Dublin nokkrum dögum síðar.

Staða landsliðsmanna okkar er ansi misjöfn í aðdraganda leiksins eins og sjá má í samantekt sem Fótbolti.net birti í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner