Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. febrúar 2017 17:43
Magnús Már Einarsson
Lallana búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool
Lallana er bundinn Liverpool.
Lallana er bundinn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Adam Lallana er búinn að ganga frá nýjum þriggja ára samningi við Liverpool. Samningurinn færir Lallana 110 þúsund pund í laun á viku en í honum er klásúla um möguleika á árs framlengingu.

Lallana kom til Liverpool frá Southampton á 25 milljónir punda sumarið 2014 en hann skrifaði þá undir fimm ára samning.

Rúm tvö ár voru eftir af þeim samningi en eftir góða frammistöðu í vetur vill Liverpool ganga frá nýjum samningi við leikmanninn.

Hinn 28 ára gamli Lallana hefur skorað sjö mörk í 27 leikjum með Liverpool á tímabilinu.

„Ég er mjög stoltur og auðmjúkur vegna þess trausts sem ég hef fengið frá félaginu og stjóranum. Það er góð tilfinning þegar fólk vill hafa mann lengur. Ég er leikmaður sem vill vera hluti af einhverju sérstöku og get ekki hugsað um betra félag í því samhengi," segir Lallana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner