Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. febrúar 2017 07:30
Elvar Geir Magnússon
Lippi: Juventus getur unnið Meistaradeildina
Lippi þjálfar nú kínverska landsliðið.
Lippi þjálfar nú kínverska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Marcello Lippi telur að Juventus sé sigurstranglegt til að vinna Meistaradeildina. „Þetta lið hefur vaxið mikið," segir Lippi sem er fyrrum þjálfari Juventus en stýrir nú kínverska landsliðinu.

Juventus mætir Porto í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þeir unnu keppnina 2015 og eru sterkari núna. Maður finnur það að liðið sjálft er með öflugt sjálfstraust og trúir því að það geti farið alla leið."

„Porto er mjög gott lið og vel þjálfað en Juventus er það líka. Massimiliano Allegri þjálfari er taktískt gáfaðri en flestir þjálfarar. Hann er ótrúlega klókur í að gera breytingar á réttum tímum og skipta um leikkerfi."

Lippi hrósar sóknarmönnunum Gonzalo Higuain, Paulo Dybala og Mario Mandzukic.

„Það eru mörg líkindi með núverandi sóknarlínu og frá Vialli, Del Piero og Ravanelli tímanum. Sérstaklega þegar kemur að hugarfarinu," segir Lippi sem stýrði Juventus á sínum tíma til sigurs í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner