Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. febrúar 2017 05:55
Þorsteinn Haukur Harðarson
Meistaradeildin í dag - Hvað gera Englandsmeistararnir?
Englandsmeistararnir eiga leik í kvöld
Englandsmeistararnir eiga leik í kvöld
Mynd: Getty Images
Fyrri leikjunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur í dag þegar tveir leikir fara fram.

Englandsmeistarar Leicester City, sem hafa verið í tómu tjóni í ensku deildinni, heimsækja Sevilla á Spáni en liðinu hefur gengið töluvert betur í Meistaradeildinni en heima.

„Þessi leikur gæti verið allt. Ef við vinnum gæti allt breyst og þetta orðið vendipunktur á tímabilinu. Við þurfum svona leik," segir Claudio Ranieri, stjóri Leicester.

Þá tekur portúgalska liðið Porto á móti ítalska stórliðinu Juventus.

Leikir kvöldsins:
19:45 Sevilla - Leicester City (Stöð 2 Sport)
19:45 Porto - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner